Tia Oroka Coton de Tulear
Fréttir
Við erum með tvo undaneldis rakka sem eru hjá okkur
Tia Oroka Skýr og Tia Oroka Banki
"Banki" er næstum 2 ára og er dna testaður fyrir 6 arfgengum sjúkdómum, augnskoðaður og hnéskeljaskoðaður með hrein augu og 0/0 gráðun.
"Skýr" er dna testaður fyrir 2 arfgengum sjúkdómum, hann hefur ekki komist í augnskoðun þegar hann hafði loks aldur til sökum coviid, þannig hann lánast bara á tíkur með hrein augnvottorð, hann er hnéskeljaskoðaður með 0/0 gráðun.
Banki er compact coton með mjög gott svart pigment, flott vöðvabygging og vel vinklaður, rétt bit og léttan feld frekar "woolly" hann er að minni skoðun flottur coton, hann hefur komist á 4 sýningar og verið Besti hvolpur sýningar á sinni fyrstu, besti hvolpur tegundar á annari sýningunni sinni, og besti rakki tegundar og
Ræktun á Coton de Tulear
Hreinræktaðir Cotonar fá ættbók útgefna af HRFÍ þegar báðir foreldrar hvolpanna eru með ættbók útgefna af HRFÍ eða eru með erlenda ættbók sem hefur fengist umskráð hjá HRFÍ. Svo ættbók sé gefin út þarf að uppfylla skilyrði sem HRFÍ gefur út í reglugerð sinni um skráningu í ættbók.
http://www.hrfi.is/…/skr%C3%A1ning-%C3%AD-%C3%A6ttb%C3%B3k-…
Eins og staðan er í dag þá þurfa foreldrar Coton hvolpa ekki að undirgangast neinar heilsufarskröfur áður en ættbók er gefin út. Flestir þeir sem koma að ræktun Cotona á Íslandi tóku sig hinsvegar saman sumarið 2019 og sendu erindi á stjórn Smáhundadeildar til að settar yrðu reglur sem fela það í sér að allir Cotonar sem notaðir eru í ræktun skyldu augn- og hnéskeljaskoðaðir áður en pörun færi fram. Reglurnar eru sem stendur til skoðunar hjá Stjórn HRFÍ en á meðan það ferli er í gangi setti stjórn Smáhundadeildarinnar tilmæli þar sem mælt er með því að öll ræktunardýr séu augnskoðuð reglulega og hnéskeljaprófuð en sé ræktað undan hundum án þess að þessar skoðanir séu gerðar er samt hægt að fá ættbók
HRFÍ stendur reglulega fyrir því að fá sérmentaða augndýralækna sem koma til Íslands og framkvæma augnskoðanir. Að lokinni augnskoðun gefa dýralæknarnir gefa sérstök skoðunarblöð með sinni niðurstöðu. Þá geta nær allir dýralæknar á Íslandi framkvæmt hnéskeljaskoðun og gefið út vottorð fyrir sinni niðurstöðu. HRFÍ gefur því sjálft ekki út nein heilbrigðisvottorð fyrir hunda.
Vert er þó að taka fram að ef hundur er augnskoðaður án þess að krafa sé gerð um það og greinist með PRA þá fer hann í ræktunarbann.
Hvað er það sem hundur eða tík þarf að hafa til að það ætti að rækta hundan henni/honum !!
Góða skapgerð, góða heilsu og rétt byggður samkvæmt þeim ræktunarstaðli sem FCI gefur út fyrir tegundina.
Hér er hægt að skoða ræktunarstaðalinn frá FCI fyrir Coton http://fci.be/Nomenclature/Standards/283g09-en.pdf
Hvernig getum við vitað að hundurinn okkar standist þessar kröfur ?
Hvernig vitum við að hann hafi góða skapgerð? Sennilegast þekkir eigandinn það best, og ef einhver ætlar að fá lánaðan rakka á tíkina sína þá er um að gera að fá að hitta hann áður en pörun á sér stað, fara í heimsókn til eigandans og verja tíma með hundinum og mynda sér skoðun á því. Einnig að rakkaeigandinn leggi á sig að meta skapgerð tíkarinnar því hans ábyrgð er ekki minni þegar kemur að ræktun.
Að vera rétt byggður samkvæmt ræktunarstaðli er ma hægt að fá vottað af dómurum sem dæma á sýningum HRFÍ og er þá oft gott að fara á nokkrar sýningar og fá dóm frá mismunandi dómurum sem hafa mismunandi skoðanir á Cotoninum (því það hafa þeir allir). En einnig eru ræktendur sem hafa verið lengi að orðnir vel sjóaðir í að skoða byggingu Cotona og hafa eflaust einnig myndað sér skoðun hvaða eiginleika ætti að hafa í huga þegar valin eru saman tík og rakki. Því er um að gera að leita ráða hjá sínum ræktanda.
Til að ná því markmiði að rækta innan ræktunarstaðalsins þá er líka gott að vita hvaða eiginleikar hundsins eru góðir og hverja þarf að bæta. Alltaf er góð viðmiðun að para ekki saman hunda sem eru með sama gallann. Sem dæmi þá væri æskilegt að leita af rakka sem væri með beinar framfætur ef para á við tík sem er útskeif o.s.frv.
Heilsuhraustur, hvað þýðir það?
Í Cotoninum eru margir ræktendur um allan heim og nokkrir ræktunarklúbbar annaðhvort um cotoninn einan eða Cotoninn og fleiri tegundir.
Með því að skoða síður hjá ræktendum og ræktunarklúbbum sem eru undir kennel klúbbum í ákveðnum löndum er hægt að sjá hvað lagt er áhersla á í ræktun.
Hér koma nokkur dæmi :
Sænski Coton klúbburinn er með þau tilmæli að öll ræktunardýr skulu augnskoðuð og vottorðið sé ekki eldra en 18 mánaða, einnig að það sé hnésklejavottorð sem er gert eftir 12 mánaða aldur og einnig að hundurinn sé sýndur á amk einni sýningu eftir 24 mánaða aldur. http://www.cotondetulearclub.hundpoolen.nu/Avelskriterier
Norski bolcot klúbburinn er með þau tilmæli að tík skuli ekki pöruð fyrr en á 3 lóðaríi eða sé amk 20 mánaða, að hundurinn sé sýndur með amk dóminn Excellent og að hnéskeljaskoðun og augnskoðun sé gild. Einnig hefur norski kennel klúbburinn þá reglu að ef þú vilt fá ættbók á hvolpana þá verður augnskoðunavottorð að vera til staðar,
http://www.bolcot.com/coton-de-tulear/avl/
Danski smáhundaklúbburinn er með þau tilmæli að hundur sé sýndur á sýningu með amk einkunnina Very Good, að hundurinn sé með hnéskelja gráðunina 0 eða 1, og ef hundur er með 1 þá má hann parast með hundi sem er 0, og einnig að hundurinn sé augnskoðaður og sé ekki sýktur af PRA, og augnvottorðið má ekki vera eldra en 12 mánaða.
http://canis-minor.scdata.dk/…/Avlsogsundhedsoplysninger.as…
Bandaríski Coton klúbburinn vinnur að vísu eftir öðrum standard á coton, AKC standard, en hér má sjá lista yfir þær skoðanir og próf sem Coton ræktendur þurfa að gera til að fá svokallað CHIC númer sem ræktandi, það er augnskoðun, hnéskeljaskoðun, hjartaskoðun og svo nokkur dna próf eða ma mjaðmamyndir https://www.ofa.org/recommended-%20%20tests?breed=CDT
Það er þekkt að HRFÍ lítur mikið til sinna nágranna landa við vinnu með sínar tegundir, því er sniðugt að skoða vel það sem verið er að gera þar.
Svo kemur að rækendunum sem eru að rækta erlendis, þeir eru margir hverjir einnig að nýta sér DNA próf og flestir mæla með að testað sé fyrir tilteknum erfðaþáttum en vert er að taka fram að misjafnt er á milli tegunda hvaða DNA próf er hægt að framkvæma.
Hér er listi frá gensolx yfir þau próf sem þau eru með fyrir Cotoninn https://www.gensoldx.com/breed-list/…
Hér er listi yfir próf fyrir Cotoninn sem vetgen er með https://www.vetgen.com/ordertests.aspx…
Hér er listi yfir próf frá mydogdna fyrir Cotoninn https://www.mydogdna.com/crm/index.html…
Það er gott og blessað að hafa þessi DNA próf en eins og við sjáum leggja allir kennel klúbbarnir og ræktunarklúbbarnir megináherslu á Augnskoðun, hnéskeljaskoðun og að hundurinn sé sýndur.
Hvað er það sem skoðað er í hnéskeljaskoðun og augnskoðun?
Í hnéskeljaskoðun er skoðað hvort að hnéskelin sé föst í skelinni eins og hún á að vera og gefur það einkunnina 0, ef hún er laus í skelinni en fer sjálf til baka þá er það einkunnin 1, en ef hún fer úr sjálf og fer ekki til baka er það gráðunin 2. Ekki er hægt að segja 100% til um hvort erfðir eru það sem gefa hnéskeljagráðun en einnig geta áverkar valdið einkunninni 1 og 2, því er mikilvægt að ef rækta á undan hundum með 1 eða 2 að fara varlega af stað í ræktun (ekki rækta ört) til að hægt sé að fylgjast með hvort þetta sé að erfast.
Í augnskoðun á vegum kennelklúbbanna er verið að skoða nokkra hluti, sumir eru arfgengir sjúkdómar, annað eru ellisjúkdómar og annað getur verið áverkatengt.
það sem er skoðað er:
Rentinal Dysplasi(RD)
L. Pectinatum abn (aðeins eftir gonioscopy)
Katarakt (meðfætt)
Katarakt (ekki meðfætt)
Linseluxation
Collie eye anomaly
Cornea Dystophi
Persisterende Pupilmemran(PPM)
Persisterende Hyperpl. Tunica Vasculosa Lentis/Primær Vitreus (PHTVL/PHPV)
Hypoplaj af n. opticus/mikropapil
Ektopion/Makroblefaron
Entropion/Tricfilasis
Distichlasis/ Ektopisker Cille
Rentinal Degeneration PRA
Annað
Allt þetta er greint og svo er skráð hvort hundurinn er FRÍR, TVIVLSOM eða PAVIST ( tvivlsom = mögulega (finnast merki um sjúkdóminn en ekki nægilega staðfest) Påvist = greinilegt (staðfestir að það sé sjúkdómur) ) og stundum er dýpri greining undir því.
Hér má sjá grein frá Helgu Finnsdóttir dýralækni um augnsjúkdóma í hundum http://www.dyralaeknir.com/…/stutt-yfirlit-yfir-augnsjukdo…/
Það er því þetta sem leggja skal mesta áherslu á þegar rækta á undan hundi eða tík, er skapgerðin í lagi, er hann sýndur eða með rétta byggingu og feld og annað sem tilgreint er í staðlinum og er hann með augnvottorð og hnéskeljavottorð.
Það sem skoðað er í augnskoðun er fæst hægt að DNA testa fyrir, meðal annars katarakt, Cornea dystrofy og PRA, sem er eitthvað sem við viljum ekki rækta áfram í Cotoninum, það er til margskonar tegundir af PRA og margskonar týpur af katarakt og því miður er ekki komið DNA próf fyrir katarakt og pra fyrir Cotoninn, nema eini týpu af PRA, sem heitir pra-prcd og má finna það á listunum hér fyrir ofan.
https://www.vetgen.com/canine-pra.html
https://www.vetgen.com/canine-cataract.html
Ef þú ert að leita þér af hvolpi í þessari tegund þá mæli ég með því að skoða foreldra hvolpsins, fá að hitta þau og verja smá tíma með þeim, fá að sjá augnvottorð og hnéskeljavottorð hjá báðum foreldrum og fá að vita hvort þeir hafi verið sýndir hjá HRFÍ og þá hvaða einkunn þeir hafa fengið, eitthvað af þessum upplýsingum getur líka tengilliður veitt ykkur, þ.e.a.s varðandi sýningarárangur, hnéskeljavottorð og augnvottorð.
Þessi póstur er mín persónulega skoðun á Coton de tulear ræktun, mín upplýsingasöfnun og það sem ég hef lært í gegnum árin, ég hef átt coton í 19 ár og ræktað í 13 ár.
Núna seinustu ár læt ég DNA testa alla mína hunda sem ég nota í ræktun og augnskoða og hnéskeljaskoða, þær upplýsingar um mína hunda er inná síðunni minni www.coton.is