top of page

Tia Oroka Coton de Tulear

Hinn klári Coton de Tuléar sem elskar ekkert meira í heiminum en að vera með fólkinu sínu. Hann er smár en alveg ótrúlega klár, hann er ræktaður sem selskapshundur og því er það sterkt í tegundinni að vera nálægt fólki.

 

Umhverfisþjálfun er mjög mikilvæg eins og hjá öllum hundum og einnig er mikilvægt að byrja strax á að kenna þeim að vera einum heima.

 

Coton de Tuléar elskar útiveru og nýtur þess að fara í göngur með eiganda sínum hvort sem það er miðbæjarrölt eða fjallgöngur. Cotoninn er oftast mjög leikglaður og líður vel í rútínu.

Hann er skemmtilegur í þjálfun s.s. spori og hlýðni og hafa t.a.m. nokkrir Tia Oroka Cotonar verið rauðakross hundar.

Það getur verið gelt í cotoninum en það er alltaf eitthvað sem hægt að vinna með það. Sumum finnst gott að hann láti vita en einnig getur Cotoninn "talað" eða "röflað" eins og við eigendurnir köllum það.

Helsta markmið hans með lífi sínu er að elska eiganda sinn og gerir hann allt til að vinna sér inn athygli og elsku. Honum semur vel við aðra hunda og er barngóður ef honum er það kynnt í umhverfisþjálfun sinni.

 

Feldhirðan er einhver og mæli ég með baði og blástri á viku til 10 daga fresti og mikilvægt að nota bæði sjampó og næringu þegar maður blæs feldinn. Þannig minnkar maður llíkurnar á flækjum.

Umhverfisþjálfun er einnar mikilvægust þegar maður eignast hund, hann hefur átt sína frumbernsku hjá ræktandanum og mömmu sinni, en eftir 8 vikna aldurinn tekur við lífið með nýrri fjölskyldu, þetta er mjög mikilvægur tími í að kynnast sem flestu sem daglegt líf hefur uppá að bjóða og setur svolítið línurnar hvernig hundurinn mun verða fullorðinn, þó alltaf sé hægt að kenna gömlum hundi að sitja ;)

bottom of page